top of page

Utanvegahlaup um heillandi uppland Hafnarfjarðar

Utanvegahlaup um Hvítasunnu

 

Hvítasunnuhlaup Hauka er glæsilegt utanvegarhlaup um uppland Hafnarfjarðar. Hlaupið byrjar og endar á Ásvöllum í Hafnarfirði.  Hlaupið er um stórkostlegar náttúrperlur í næsta nágrenni Hafnarfjarðar s.s. Ástjörn, Hvaleyrarvatn, Stórhöfða og Höfðaskóg.  Hlaupið er viðkennt af ITRA og gefur 1 punkt.

 

Að hlaupi loknu verða veitt veðlaun og dregið um fjölda útdráttarverðlauna m.a. Asics og Hoka hlaupaskó.

Í boði eru 3 vegalengdir, sjá kort á Google Maps.

22 km leiðin
Hlaupið er frá Ásvöllum, hálfan hring í kringum Ástjörnina, upp á Vatnshlíðina, niður að Hvaleyrarvatni og réttsælis meðfram vatninu. Þaðan á malarveg að Stórhöfðastíg, eftir stígnum í kringum Stórhöfðann og síðan upp á höfðann, niður af höfðanum hinumegin og inn Kjóadalinn. Þaðan er hlaupið örstutt eftir malarvegi og inn á stíg til vinstri sem liggur nánast að skátaheimilinu við Hvaleyrarvatn. Þar er haldið eftir malarvegi til hægri tæplega 5 km. hring eða þar til komið er inn í skógræktina. Inn í skógræktinni er hlaupinn smá hringur og komið út nálægt Skátaheimili en þá er haldið að Hvaleyrarvatni. Leiðin liggur þá eftir skógarstígum upp í hlíðinni og aftur niður að vatni. Nú er farið rangsælis meðfram vatninu u.þ.b 600m þar til beygt er upp Vatnshlíðina. Farið er yfir Vatnshlíðina og til baka að Ástjörn, til vinstri í átt að Ásvöllum eftir malarstíg, yfir litla göngubrú, kringum íþróttasvæðið rangsælis og komið í mark á Ásvöllum á sama stað og var ræst.

17 km leiðin
Sama leið og 22 km en 17 km hlauparar sleppa 5 km hringnum við skátaheimilið.

14 km leiðin  
Sama leið og 22 km en 14 km hlauparar sleppa 5 km hringnum við skátaheimilið og fara ekki upp á Stórhöfða. 

 

bottom of page