Kæru hlauparar, takk fyrir komuna í dag í Hvítasunnuhlaupið! Við í Skokkhopi Hauka erum alsæl með daginn og vonum að allir hafi farið glaðir til síns heima. Metþátttaka var í hlaupinu, 408 hlauparar skiluðu sér í mark, 141 í 14 km, 104 í 17.5 km og 163 í 22 km. Nýtt brautarmet var sett í 14 km karla og kvenna, Arnar Pétursson hljóp á 53:15 og Andrea Kolbeinsdóttir á 1:02:04. Í 22 km hlaupinu voru einnig sett ný brautarmet bæði í karla og kvennaflokki, Ingvar Hjartarson hljóp á 01:25:30 og Elín Edda Sigurðardóttir hljóp á 01:40:03. Alla tíma má finna á timataka.net og hlaup.is.
Á næstunni munum við setja inn myndir frá deginum, hér og á heimasíðu hlaupsins sem við erum að vinna í að uppfæra /www.hvitasunnuhlaup.is
Sjáumst svo á næsta ári, mánudaginn 10. júní 2019!
***
Thanks for a great day - 408 runners completed the race with 4 new track records. All results can be found on timataka.net and hlaup.is. We are working on pictures from the event and will publish them soon both here on the website and on our Facebook page.
See you next year - Monday June 10th 2019!