Search
  • Hvítasunnuhlaupið

Hvítasunnuhlaup 2015 - 25. Maí 2015 kl. 10.00 - meira en 10 pör af Asics hlaupaskóm í útdráttarverð


Utanvegahlaup um Hvítasunnu

Í þriðja sinn mun Skokkhópur Hauka standa fyrir utanvegahlaupi um hvítasunnu, þar sem hlaupið er um uppland Hafnarfjarðar – mánudaginn 25.5.2015 kl. 10.00. Hlaupið er um stórkostlegar náttúrperlur í næsta nágrenni Hafnarfjarðar s.s. Ástjörn, Hvaleyrarvatn, Stórhöfða og Höfðaskóg.

Að hlaupi loknu verða veitt veðlaun og dregið um fjölda útdráttarverðlauna m.a. vel á annan tug af Asics hlaupaskóm gefnir af aðalstyrtaraðila hlaupsins Sportís ehf, og máltíðir frá nokkrum veitingastöðum m.a. Ítalíu. Verðlaun verða veitt fyrir fyrir 3 efstu sæti karla og kvenna í aldursflokkum 34 ára og yngri, 35 - 49 ára og eldri en 50 ára.

Í ár munum við nota flögu við tímatöku og munu hlauparar fá send e mail með tíma sínum að hlaupi loknum.

Allir þeir sem hafa skráðu sig fyrir 1 mai munu voru í potti þar sem dregnir voru út tvenn pör af Asics hlaupaskóm - þær sem dregnar voru út voru Vilborg Þórsdóttir og Helma H. Gunnarsdóttir. Við óskum þeim til hamingju.

Val verður um tvær hlaupaleiðir – hefðbundið hvítasunnuhlaup 17.5 km þar sem m.a. er hlaupið uppá Stórhöfðann og síðan eftir honum niður í Seldal. Heildarhækkun á leiðinni er 436 m. Mesta hæð 121 m. Styttri leiðin sem er á færi allra hlaupara er 14 km – þá er Stórhöfða sleppt og erfiðleikastig hlaupsins minnkar mikið.

Nær öll leiðin í styttra hlaupi er farin á stígum . Mikil áhersla er lögð á góðar á merkingar og brautarvörslu. Einnig verða kílómetra merkingar á nokkrum stöðum.​Eftir hlaup verður öllum hlaupurum boðið uppá heita súpu og brauð. Boðið verður uppá vatn og Leppin orkudrykki á þremur drykkjarstöðvum sú fyrri eftir 5 km og næsta eftir 9 km og síðasta eftir 12 km (9 km hjá styttra hlaupi.

Þegar komið verður í mark mun MS bjóða keppendum uppá Hleðslu orkudrykk auk þess sem MS mun gefa nokkra kassa af Hleðslu sem útdráttarverðlaun.

Tvö undanfarin ár hafa nær allir sterkustu utanvegahlauparar landsins mætt og vonum við til að það verði einnig á þessu ári.

Skráningargjald kr. 3.000 - skráning á hlaup.is

Þeir sem skráð hafa sig fyrir 1.5.2015 verða með í potti þar sem dregin verða út tvö pör af Asics hlaupaskóm.

Í hlaupinu mun keppni sjálfboðaliða verða endurtekin. Sjálfboðaliðum er skipt í lið. Þegar komið er í mark eru keppendur beðnir um að velja á milli hvaða lið sjálfboðaliða stóð sig best.

Keppt verður í fyrsta skipti um farandbikar í 17.5 km hlaupi karla og kvenna. Bikarinn hefur fengið nafnið Hvítasunnumeistarinn

#sigurvegarar

15 views