June 2, 2019
Nú styttist í Hvítasunnuhlaupið 2019. Skráning gengur vel og afhending gagna verður í Sportís Mörkinni 6 frá 16:00-18:00 föstudaginn 7. júní og heldur áfram laugardaginn 8. júní frá 11:00-15:00. Hlauparar eru hvattir til að sækja gögnin þar. Það verður hægt að sækja gögn milli 8:00 og 9:00 á hlaupadag og eru hlauparar beðnir um að virða þau tímamörk.
Skráning verður einnig opin á hlaupadag frá 8:00-9:00 ef ekki verður uppselt í hlaupið.
Minnum á að hlauparar fá gefins fjölnota glas til að nota á drykkjarstöðvum - ekkert glast, enginn drykkur. Þá mega hlauparar í 22 km hlaupi EINUNGIS nota drykkjarstöð númer 2 vegna ITRA reglnar. Hlaupið veitir 1 ITRA punkt.
Nánari fréttir af hlaupinu má finna á Facebook síðu hlaupsins og viðburði á Facebo...
January 18, 2019
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Hvítasunnuhlaup Hauka og Sportís 2019 á hlaup.is.
Hvítasunnuhlaup Skokkhóps Hauka og Sportís fer fram í sjöunda sinn mánudaginn 10. júní 2019 kl. 10:00. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 500 svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst.
Eins og venjulega verður boðið upp á vatn og orkudrykki á þremur drykkjarstöðvum. Hlauparar í 22 km hlaupi mega EINUNGIS nota drykkjarstöð númer 2, en ekki aðrar drykkjarstöðvar. Þetta er gert vegna ITRA reglna.
Ekki verður boðið upp á pappa- eða plastmál á drykkjarstöðvum, heldur verða hlauparar að koma með fjölnota glas (innifalið í þátttökugjaldi) til að geta fengið drykk á drykkjarstöðvum. Ekkert glas, enginn drykkur.
Nánari upplýsingar um hlaupið, kort af hlaupaleiðum og fleira má finna...
May 22, 2018
Það var mikið af myndum tekið í hlaupinu í gær. Hafdís Hafberg tók myndir af flestum hlaupurum koma í mark og Þóra Hrönn og Sigurjón tóku fjölda mynda víðs vegar í hlaupinu. Hér að neðan er hlekkur á allar markmyndirnar og sýnishorn af nokkrum myndum frá Þóru Hrönn og Sigurjóni. Allar myndirnar koma svo inn á Facebook síðu hlaupsins.
Markmyndir: https://photos.app.goo.gl/egyxMoAR93gEbGCu1
Myndir frá Þóru Hrönn og Sigurjóni (koma líka á Facebook).
www.thorahronn.com
www.sigurjonpetursson.com
May 21, 2018
Kæru hlauparar, takk fyrir komuna í dag í Hvítasunnuhlaupið! Við í Skokkhopi Hauka erum alsæl með daginn og vonum að allir hafi farið glaðir til síns heima. Metþátttaka var í hlaupinu, 408 hlauparar skiluðu sér í mark, 141 í 14 km, 104 í 17.5 km og 163 í 22 km. Nýtt brautarmet var sett í 14 km karla og kvenna, Arnar Pétursson hljóp á 53:15 og Andrea Kolbeinsdóttir á 1:02:04. Í 22 km hlaupinu voru einnig sett ný brautarmet bæði í karla og kvennaflokki, Ingvar Hjartarson hljóp á 01:25:30 og Elín Edda Sigurðardóttir hljóp á 01:40:03. Alla tíma má finna á timataka.net og hlaup.is.
Á næstunni munum við setja inn myndir frá deginum, hér og á heimasíðu hlaupsins sem við erum að vinna í að uppfæra /www.hvitasunnuhlaup.is
Sjáumst svo á næsta ári, mánudaginn 10. júní 2019!
...
May 20, 2018
Það stefnir allt í gott hlaup á morgun, vel yfir 300 skráðir og hægt að skrá sig á hlaup.is til kl. 22 í dag sunnudag og sækja þá númerin á Ásvöllum fyrir 9:00 á hlaupdag.
Það spáir björtu veðri fyrripart dags á morgun og rólegum norðanvindi 3-8 m/s svo veðuguðirnir virðast ætla að verða okkur hliðhollir.
Góða skemmtun!
May 18, 2018
Afhending gagna hefst föstudaginn 18. maí í Sportís Mörkinni 6 frá klukkan 14:00 til 18:00 og heldur áfram laugardaginn 19. Maí frá klukkan 12:00 – 16:00. Hlauparar eru hvattir til að sækja gögnin þar! Það verður hægt að sækja gögnin milli kl. 8:00 og 9:00 á hlaupadag og eru hlauparar beðnir um að virða þau tímamörk!
Skráning er opin á hlaup.is til miðnættis sunnudaginn 20. maí og svo er hægt að skrá sig á Ásvöllum á hlaupadag en þá hækkar gjaldið í 6000 kr.
•Búningsaðstaða verður á Ásvöllum fyrir þá sem vilja nýta sér það.
•Frítt í sund í Ásvallalaug fyrir hlaupara eftir hlaupið.
•Eftir hlaup verður m.a. boðið upp á orkudrykk, banana og Corny frá Innes, súpu frá Ásbirni Ólafssyni og brauð frá Kökulist, Hleðslu frá Mjólkursamsölunni, súkkulaðirúsínur frá Góu og...
May 13, 2018
Nokkrir meðlimir Skokkhóps Hauka fóru í brautarskoðun í gær og hlupu 14. km leiðina. Ótrúlega fjölbreytt og fallegt umhverfi. Fuglasöngur, logn, fallegt útsýni í allar áttir og maður nánast sá gróðurinn grænka og vaxa. Rétt rúm vika í hlaupið! Skráning á hlaup.is. Þeir sem skrá sig fyrir 15. maí geta unnið hlaupskól frá Sportís, Ascis eða Hoka. Ertu búin að skrá þig?
Sjá skemmtilegt myndband sem tekið var í gær á Facebook
May 13, 2018
Brautin í Hvítasunnuhlaupinu hefur verið tekin út og samþykkt af i-tra og 22 km hlaupið gefur i-tra og UTMB punkt fyrir hlaupin 2019.
The track on the Pentacost Trail Race has been qualified by i-tra and gives 1 i-tra point as well as one point for the UTMB races in 2019.
Further information on https://itra.run/race/2018/5599-hvitasunnuhlaup-hauka/13325-hv%C3%ADtasunnuhlaup-hauka---pentacoast-trail
May 9, 2018
Hvítasunnuhlaup Skokkhóps Hauka fer fram í sjötta sinn mánudaginn 21. maí 2018 kl. 10:00. Hvítasunnuhlaup Hauka er glæsilegt utanvegarhlaup um uppland Hafnarfjarðar. Hlaupið byrjar og endar á Ásvöllum í Hafnarfirði. Eins og áður verður hlaupið um uppland Hafnarfjarðar en hlaupið er frá Ásvöllum í Hafnarfirði. Hlaupið hafnaði í þriðja sæti þegar utanvegahlaup ársins var valið 2013, því fjórða 2014 og öðru sæti 2015 og þriðja sæti 2017 . Athygli er vakin á því að síðustu ár hafa flestir af okkar sterkustu utanvegahlaupurum verið með. Hlaupið er viðkennt af ITRA og gefur 1 punkt.
Skráning er hafin á https://www.hlaup.is/
Haukar’s Pentecost Race
Haukar Jogging Club’s Pentecost Race will take place for the sixth time on Monday, May 21, 2018, at 10am. The race is a f...
June 2, 2017
Vilt þú vinna Asics hlaupaskó - fjöldi para verður í útdráttarverðlaun í Hvítasunnuhlaupinu ásamt fjölda annarra vinninga s.s. ostakörfur, máltíðir á Ítalíu o.fl.
Góð veðurspá, logn og ágætur hiti. Val er um 3 vegalengdir.
Hlaupið er um stórkostlegar náttúrperlur í næsta nágrenni Hafnarfjarðar s.s. Ástjörn, Hvaleyrarvatn, Stórhöfða og Höfðaskóg.
Verðlaun verða veitt í öllum vegalengdum fyrir fyrstu 3 sætin í 3 aldursflokkum. Hvítasunnuhlaupið hefur ávallt verið ko...stið eitt af bestu utanvegahlaupum af hlaupurum á hlaup.is.
3 vatnsstöðvar. Góðar veitingar að hlaupi loknu. Góð brautarvarsla og uppákomur á leiðinni.
Flestir af bestu hlaupurum landsins verða með í ár. 22 km vegalengdin gefur 1 ITRA stig.
Hægt að skrá sig á hlaup.is http://hlaup.is/default.asp?cat_i...
